Leikfangasafn

Skráð þann 12. september 2012 · Skrifað í Leikföng

Í Friðbjarnarhúsi, Aðalstræti 46 á Akureyri rekur Guðbjörg Leikfangasafn. Hún hefur safnað leikföngum í 20 ár með það að markmiði að opna safn. Áhuginn kviknaði í Borgå í Finnlandi árið 1992 þar sem hún var stödd á Leikfangasafni í fallegu , gömlu húsi. Þar ákvað Guðbjörg að þetta skyldi hún gara; safna í Leikfangasafn!

Það var svo árið 2010 að Akureyrarbær auglýsti eftir starfssemi í Friðbjarnarhús, Guðbjörg sótti um og fékk. Opnunardagurinn var 11.júlí árið 2010 og hefur safnið stækkað og dafnað frá þeim degi.

Á sumrin er opið frá kl. 13 – 17.  Yfir vetrartímann er aðeins opið eftir samkomulagi.  Einnig er hægt að panta skoðun utan hefðbundins opnunartíma.

 

Margir ánægðir gestir kannast við leikföng úr sinni æsku og börnunum finnst gaman að sjá gömlu leikföngin.

Leikfangasafnið er á Facebook: Kíktu hér