Lífsmunstur í Hofi, Menningarhúsi, Akureyri

Skráð þann 14. mars 2013 · Skrifað í Óflokkað

2. febrúar 2013 opnaði sýning í Hofi með málverkum Guðbjargar. Þetta eru 20 málverk og eru flest þeirra máluð árið 2012. Viðfangsefnið eru íslensku útsaumsmynstrin af kven-þjóðbúningnum líkt og undanfarin ár. Í sýningarskrá segir:

Um verkin mín.

Málverkin mín fjalla um lífið og tilfinningar. Lífið og listina. Lífið og handverkið.

Með vísan í gamlan útsaum – gamalt handverk – segi ég sögur úr lífinu. Ég er einnig að upphefja gamalt handverk og minna okkur á að gleyma aldrei upprunanum – arfinum sem okkur hefur verið trúað fyrir.

Hér taka íslensk útsaumsmunstur af þjóðbúningum kvenna á sig ýmsar myndir á striganum.  Þau hafa fengið nýtt hlutverk með nýrri tækni. Ýmist standa þau ein og sér eða hrúgast saman í hóp. En í hverjum hópi má alltaf finna einhvern einn sem sker sig úr, – fer sínar eigin leiðir. Frelsisþráin kemur einnig við sögu – löngunin til að slíta sig úr viðjum vanans.

Sýningin stendur til 1. maí 2013.

[nggallery id=1]