Samsýningingar

Skráð þann 8. ágúst 2021 · Skrifað í Óflokkað

Þann 20.02.2021 opnaði samsýningin Sköpun bernskunnar í Listasafninu á Akureyri. Þátttakendur á þeirri sýningu voru listamennirnir Guðbjörg Ringsted og Eggert Pétursson ásamt Leik- og grunnskólabörnum auk Minjasafnsins á Akureyri; Leikfangahúsi. Þetta var í 8.sinn sem sýning undir yfirskriftinni sköpun bernskunnar er sett upp í Listasafninu og var þema sýningarinnar gróður jarðar.

Þann 28.og 29.ágúst stóð Myndlistarfélagið á Akureyri fyrir samsýningunni ,,Grasgrænt“ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Þar átti Guðbjörg eitt verk en mikil þátttaka var í sýningunni og þar með var sumarið kvatt í Mjólkurbúðinni.